Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að um hafi verið að ræða uppblásinn bát sem hafi verið farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi.
„Kallaðar voru út allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi og Reykjavík og þyrla Landhelgissgæslunnar ásamt lögreglu.
Nú rétt fyrir átta komust stúlkurnar í land af sjálfsdáðum. Þær voru orðnar blautar og mjög kaldar og hlutu aðhlynningu hjá sjúkraflutningamönnum,“ segir í tilkynningunni.