Fjögur börn munu fara með hlutverkin tvö í sýningunni. Emil verður túlkaður af hinum tíu ára Gunnari Erik Snorrasyni og Hlyni Atla Harðarsyni. Það kemur svo í hlut Sóleyjar Rúnar Arnarsdóttur, níu ára og Þórunnar Obbu Gunnarsdóttur, átta ára, að leika Ídu.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Borgarleikhúsinu.
„Þarna eru einstaklega hæfileikarík börn á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í Kattholts-ævintýrinu, en verkið verður frumsýnt í nóvember!“