Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júní 2021 20:29 Margrét loksins komin ofan í laugina en það tók tíman sinn. Björk Vilhelmsdóttir Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar. Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“ Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“
Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06