Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2021 15:38 Síðastliðinn áratug (2011-2020) hafa að meðaltali 39 sjálfsvíg orðið árlega hér á landi en þegar litið er til einstakra ára hefur fjöldinn verið á bilinu 27 til 49. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Heilbrigðismál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Heilbrigðismál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira