Strauk úr sóttvarnahúsinu og gekk í skrokk á fyrrverandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum. Um er að ræða tólf brot sem öll áttu sér stað á þessu ári. Þar af eru þrjár líkamsárásir, sex brot á nálgunarbanni og þrjú brot á sóttvarnalögum. Ofbeldisbrotin voru öll gegn fyrrverandi kærustu mannsins. Fyrsta árásin átti sér stað í janúar á þessu ári, þegar maðurinn sló konuna í andlitið. Í febrúar sló hann hana aftur, með þeim afleiðingum að hún hlaut blóðnasir, skrámu á gagnauga og bólgu á vanga. Þriðja árásin átti sér stað í mars, en þá tók hann konuna hálstaki og sló hana þrisvar í andlitið, svoleiðis að konan hlaut mar á andliti, kjálkabrot, opið sár og mar á augnsvæði. Maðurinn gerðist jafnframt sekur um að brjóta nálgunarbann sex sinnum, gegn fyrrverandi kærustunni, á tímabilinu 18. febrúar til 5. apríl. Þá átti maðurinn að vera í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg frá 16. -26. mars, en yfirgaf húsið í þrígang á meðan dvölinni stóð og braut þar með sóttvarnarlög. Þegar maðurinn yfirgaf húsið í annað sinn, þann 18. mars, fór hann heim til fyrrverandi kærustunnar þar sem hann braut nálgunarbann og gekk í skrokk á henni. Maðurinn gerðist þannig sekur um þrjú brot á einu bretti. Maðurinn játaði öll brot sín og var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, auk þess að borga 829.440 króna í lögfræði- og sakarkostnað. Með brotum sínum rauf maðurinn jafnframt skilorð, en hann hefur áður gerst sekur um fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og auðgunarbrot. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Um er að ræða tólf brot sem öll áttu sér stað á þessu ári. Þar af eru þrjár líkamsárásir, sex brot á nálgunarbanni og þrjú brot á sóttvarnalögum. Ofbeldisbrotin voru öll gegn fyrrverandi kærustu mannsins. Fyrsta árásin átti sér stað í janúar á þessu ári, þegar maðurinn sló konuna í andlitið. Í febrúar sló hann hana aftur, með þeim afleiðingum að hún hlaut blóðnasir, skrámu á gagnauga og bólgu á vanga. Þriðja árásin átti sér stað í mars, en þá tók hann konuna hálstaki og sló hana þrisvar í andlitið, svoleiðis að konan hlaut mar á andliti, kjálkabrot, opið sár og mar á augnsvæði. Maðurinn gerðist jafnframt sekur um að brjóta nálgunarbann sex sinnum, gegn fyrrverandi kærustunni, á tímabilinu 18. febrúar til 5. apríl. Þá átti maðurinn að vera í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg frá 16. -26. mars, en yfirgaf húsið í þrígang á meðan dvölinni stóð og braut þar með sóttvarnarlög. Þegar maðurinn yfirgaf húsið í annað sinn, þann 18. mars, fór hann heim til fyrrverandi kærustunnar þar sem hann braut nálgunarbann og gekk í skrokk á henni. Maðurinn gerðist þannig sekur um þrjú brot á einu bretti. Maðurinn játaði öll brot sín og var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, auk þess að borga 829.440 króna í lögfræði- og sakarkostnað. Með brotum sínum rauf maðurinn jafnframt skilorð, en hann hefur áður gerst sekur um fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og auðgunarbrot.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira