Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2021 17:31 Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. Eftir að leikur Danmerkur og Finnlands var stöðvaður þar sem Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik þá fékk danska landsliðið tvo valkosti. Það klárað leikinn síðar sama kvöld eða spilað í hádeginu daginn eftir. Það er eitthvað sem Kasper Hjulmand finnst fáránlegt. Gagnrýndi hann verklagsreglur mótsins en samkvæmt þeim má fresta leik um allt að 48 tíma komi upp Covid-19 smit í herbúðum liðanna. Þær virðast þó ekki eiga við ef leikmaður fer í hjartastopp í miðjum leik. "I don't feel right that we were there." #DEN boss Kasper Hjulmand has criticised UEFA for making his side play the rest of their opening game following Christian Eriksen's cardiac arrest pic.twitter.com/NSXsrkrOx5— Football Daily (@footballdaily) June 15, 2021 „Það finnst mér einfaldlega rangt,“ sagði Hjulmand um verklagsreglur mótsins á blaðamannafundi í dag. „Það er hægt að draga lærdóm af því sem gerðist. Það var ekki rétt ákvörðun að halda áfram. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að fara út á völl og klára leikinn. Ég tel það þó ekki rét tað gefa okkur valmöguleikann að klára leikinn samdægurs eða degi síðar.“ „Ég fann að leikmennirnir voru settir undir pressu, þetta var mjög erfið staða til að vera í. Eina í stöðunni hefði átt að vera að setja leikmennina upp í rútu og senda þá heim til sín,“ sagði Hjulmand að lokum. Sem betur fer er allt í lagi með Eriksen. Það á svo eftir að koma í ljós hvort liðsfélagar hans séu í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að sýna sínar bestu hliðar og komast upp úr B-riðli. Danmörk mætir Belgíu á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, og Rússlandi í lokaleik riðilsins þann 21. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Eftir að leikur Danmerkur og Finnlands var stöðvaður þar sem Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik þá fékk danska landsliðið tvo valkosti. Það klárað leikinn síðar sama kvöld eða spilað í hádeginu daginn eftir. Það er eitthvað sem Kasper Hjulmand finnst fáránlegt. Gagnrýndi hann verklagsreglur mótsins en samkvæmt þeim má fresta leik um allt að 48 tíma komi upp Covid-19 smit í herbúðum liðanna. Þær virðast þó ekki eiga við ef leikmaður fer í hjartastopp í miðjum leik. "I don't feel right that we were there." #DEN boss Kasper Hjulmand has criticised UEFA for making his side play the rest of their opening game following Christian Eriksen's cardiac arrest pic.twitter.com/NSXsrkrOx5— Football Daily (@footballdaily) June 15, 2021 „Það finnst mér einfaldlega rangt,“ sagði Hjulmand um verklagsreglur mótsins á blaðamannafundi í dag. „Það er hægt að draga lærdóm af því sem gerðist. Það var ekki rétt ákvörðun að halda áfram. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að fara út á völl og klára leikinn. Ég tel það þó ekki rét tað gefa okkur valmöguleikann að klára leikinn samdægurs eða degi síðar.“ „Ég fann að leikmennirnir voru settir undir pressu, þetta var mjög erfið staða til að vera í. Eina í stöðunni hefði átt að vera að setja leikmennina upp í rútu og senda þá heim til sín,“ sagði Hjulmand að lokum. Sem betur fer er allt í lagi með Eriksen. Það á svo eftir að koma í ljós hvort liðsfélagar hans séu í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að sýna sínar bestu hliðar og komast upp úr B-riðli. Danmörk mætir Belgíu á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, og Rússlandi í lokaleik riðilsins þann 21. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25
Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00
Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01