Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 12:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni og hefur yfirumsjón með framgangi bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira