NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 12:52 Jens Stoltenberg er á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands eru einnig staddir. Getty/Chip Somodevilla Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna. Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna.
Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03