Suu Kyi dregin fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 11:58 Aung San Suu Kyi var leidd fyrir dómara í morgun. Herforingjastjórnin sakar hana um ýmsa glæpi, allt frá því að brjóta sóttvarnareglur til þess að flytja inn talstöðvar fyrir lífverði sína. AP/Peter Dejong Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar. Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar.
Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37