Sumir sofna best með því að vefja sig utan um eða í fang makans á meðan aðrir kjósa helst enga snertingu.
Ein af algengari svefstellingum para kallast skeið (e. spooning) en þá snúa pör í sömu átt í faðmlögum. Sá sem faðmar kallast stundum stóra skeið og sá sem er faðmaður (snýr baki í makann) kallast litla skeið.
Í sumum samböndum geta misjafnar svefnvenjur þegar kemur að snertingu verið vandamál, sérstaklega ef þær eru mjög ólíkar.
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra sem eru í sambandi.
Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.