Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:00 Michael Taylor og Zayek á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans. AP/DHA Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið. Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið.
Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25