Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2021 20:06 Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins, sem gekk með hóp síðasta föstudag. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með fjölmörgum stoppum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira