Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 13. júní 2021 14:27 Hjarta Christian Eriksen stöðvaðist í gærkvöldi í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumeistaramótinu. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn