Líklega fundað fram á nótt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 18:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra situr væntanlega sinn síðasta þingfund á kjörtímabilinu í dag en gert er ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum í kvöld eða nótt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“ Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“
Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18