Eriksen, sem lék lengi vel á Englandi, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks er Danmörk og Finnland mættust á Parken í Kaupmannahöfn. Útlitið var svart en Eriksen var kominn aftur til meðvitundar er hann var borinn af velli.
Enska landsliðið sá sér ekki fært að koma á blaðamannafund svo skömmu eftir þetta skelfilega atvik. England mætir Króatíu á morgun og venja er að lið haldi blaðamannafund deginum fyrir leikdag.
FA statement: Our thoughts this evening are with Christian Eriksen and his family, and all connected with the Danish Football Union.
— Dan Kilpatrick (@Dan_KP) June 12, 2021
England press conference this evening cancelled.
Eftir að hafa borið ákvörðun sýna undir Evrópska knattspyrnusambandið var ákveðið að sleppa blaðamannafundi dagsins.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.