Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt Elínu Mettu Jensen og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Dagný skoraði þriðja mark Íslands í gær. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands. Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira