Magnús Scheving biðst afsökunar á ömurlegri orðræðu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 00:00 Magnús Scheving við upptöku hlaðvarps. Magnús Scheving, sem flestir þekkja sem Íþróttaálfinn, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét nýverið falla í hlaðvarpi Begga Ólafs. Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“