Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2021 20:00 Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar. ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira