Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2021 20:00 Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar. ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira