Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 15:54 Kona mótmælir meðferð Kínverja á Úígúrum í Tyrklandi. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um þjóðarmorð á þjóðernisminnihlutum í Xinjiang-héraði. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22