Kalla eftir viðamikilli endurskoðun á fjölda Covid-tilfella á Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 09:14 Talið er að mun fleiri hafi smitast og dáið vegna Covid-19 á Indlandi en tölur benda til um. Getty/Bhushan Koyande Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna. Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00