Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 21:04 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við köldum júní. Vísir/Samsett Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi. „Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“ Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“
Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent