Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fyrra. Málið hefur verið til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem lagði í morgun til að málinu yrði vísað þaðan þar sem ekki hefur tekist að klára það. vísir/Vilhelm Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira