Skrifaði undir samning sem gildir næsta áratuginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:31 Jon Moncayola með boltann í leik gegn Athletic Bilbao á leiktíðinni. EPA-EFE/Miguel Tona Það eru fáir – ef einhverjir – knattspyrnumenn þarna úti sem hafa skrifað undir tíu ára samning á lífsleiðinni. Jon Moncayola, leikmaður Osasuna í La Liga, spænski úrvalsdeildinni, varð hins vegar í dag einn af þeim. Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira