Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 11:54 Um klukkan tíu í morgun var löng röð við Laugardalshöll. Hátt í tólf þúsund verða bótusett í dag. vísir/arnar Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira