Ekkert bendir til netárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2021 11:32 Guðmundur segir áhrif bilunarinnar áhyggjuefni. Mikilvægt sé að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Vísir/Samsett Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni. Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.
Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira