Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 11:15 Drengur gengur fram hjá veggmynd af Daniel Ortega forseta í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva. Níkaragva Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva.
Níkaragva Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira