Brooklyn æðir áfram og saknaði Hardens ekkert Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 07:31 Kevin Durant keyrir að körfu Milwaukee en hann skoraði 32 stig í þremur leikhlutum í gær. Getty/Elsa Þrátt fyrir að vera án James Harden vegna meiðsla þá völtuðu Brooklyn Nets hreinlega yfir Milwaukee Bucks í nótt og komust í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn í fyrstu þremur leikhlutunum og Brooklyn náði mest 49 stiga forskoti í leiknum sem endaði þó 125-86. Harden fór meiddur af velli eftir 43 sekúndur í fyrsta leik einvígisins en Brooklyn vann þá 115-107. Hann hefur glímt við meiðsli í læri og það er óvíst hvenær hann snýr aftur til leiks. Harden virtist reyndar við hestaheilsu þegar hann spratt upp af bekknum og fagnaði síðustu körfu Durants, sem hafði stungið sér framhjá Giannis Antetokounmpo, komist að körfunni og skotið aftur fyrir sig. 32 PTS in 3 quarters for KD.BKN goes up 2-0 in the series.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 3: Thursday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/2jmqjqwVf0— NBA (@NBA) June 8, 2021 Þetta var fjórði þrjátíu stiga leikur Durants í úrslitakeppninni en Kyrie Irving kom næstur honum með 22 stig. Antetokounmpo skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir Milwaukee en það dugði engan veginn til og hann settist á bekkinn snemma í fjórða leikhluta enda leikurinn þá löngu tapaður. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld en þá færist einvígið yfir til Milwaukee. Phoenix Suns unnu svo fyrsta leik sinn við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar. Denver var yfir stóran hluta leiksins og staðan var 70-60 snemma í þriðja leikhluta þegar Phoenix náði frábærum kafla og komst yfir, 79-72. Chris Paul var svo magnaður í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 14 stig, og sigurinn var aldrei í hættu. Phoenix og Denver mætast aftur annað kvöld. NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn í fyrstu þremur leikhlutunum og Brooklyn náði mest 49 stiga forskoti í leiknum sem endaði þó 125-86. Harden fór meiddur af velli eftir 43 sekúndur í fyrsta leik einvígisins en Brooklyn vann þá 115-107. Hann hefur glímt við meiðsli í læri og það er óvíst hvenær hann snýr aftur til leiks. Harden virtist reyndar við hestaheilsu þegar hann spratt upp af bekknum og fagnaði síðustu körfu Durants, sem hafði stungið sér framhjá Giannis Antetokounmpo, komist að körfunni og skotið aftur fyrir sig. 32 PTS in 3 quarters for KD.BKN goes up 2-0 in the series.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 3: Thursday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/2jmqjqwVf0— NBA (@NBA) June 8, 2021 Þetta var fjórði þrjátíu stiga leikur Durants í úrslitakeppninni en Kyrie Irving kom næstur honum með 22 stig. Antetokounmpo skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir Milwaukee en það dugði engan veginn til og hann settist á bekkinn snemma í fjórða leikhluta enda leikurinn þá löngu tapaður. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld en þá færist einvígið yfir til Milwaukee. Phoenix Suns unnu svo fyrsta leik sinn við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar. Denver var yfir stóran hluta leiksins og staðan var 70-60 snemma í þriðja leikhluta þegar Phoenix náði frábærum kafla og komst yfir, 79-72. Chris Paul var svo magnaður í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 14 stig, og sigurinn var aldrei í hættu. Phoenix og Denver mætast aftur annað kvöld.
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira