Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 22:28 Halla Signý er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira