Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:30 Nikolaj Hansen segist í töluvert betra formi en á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. „Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
„Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira