UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 16:34 Allt markaðsefni UN Women með tónlistarmanninum Auði hefur verið fjarlægt vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Vísir/Daniel Thor UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu. Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira
Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu.
Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira