„Finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 11:15 Bjarki Már Elísson fagnar í ótrúlegum sigri Lemgo á Kiel í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í síðustu viku. getty/Axel Heimken Bjarki Már Elísson kveðst ánægður í herbúðum Lemgo en hefur áhuga á að reyna sig á stærra sviði. Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira