Grínið sem varð að veruleika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 10:01 Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo áttu frábæra leiki í Hamborg. getty/Axel Heimken Síðustu dagar hafa verið ansi góðir fyrir Bjarka Má Elísson og félaga í þýska handboltaliðinu Lemgo. Á fimmtudaginn unnu þeir ævintýralegan sigur á Kiel í undanúrslitum bikarkeppninnar og á föstudaginn varð Lemgo svo bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2002 eftir sigur á Melsungen. „Þetta hafa verið ágætis dagar. Við spiluðum við Kiel í undanúrslitunum og það er einn rosalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Við vorum sjö mörkum undir í hálfleik gegn Evrópumeisturum Kiel en unnum seinni hálfleikinn með átta mörkum. Eftir það var mikill meðbyr með okkur og í úrslitaleiknum vorum við mjög góðir þannig að þetta voru frábærir dagar í Hamborg,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi. Fimmtán mánuðir milli leikja Um var að ræða bikarhelgina 2020 en henni var frestað í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarkeppnin fyrir tímabilið 2020-21 var aftur á móti felld niður. Lemgo vann B-deildarlið Friesenheim í átta liða úrslitunum, 23-26, í byrjun desember 2019. Undanúrslitaleikurinn gegn Kiel var svo heilum fimmtán mánuðum síðar. Í millitíðinni hafði Kiel orðið þýskur meistari og Evrópumeistari svo verkefni Bjarka og félaga var ærið. Leikmenn Lemgo fagna.getty/Axel Heimken „Við vorum kannski ekki sigurvissir en höfðum trú á að við gætum unnið þá. Grín og ekki grín en þegar það var dregið fórum við að tala um að við yrðum bikarmeistarar. Hvort sem það var sagt í gríni eða alvöru var hamrað á því nánast vikulega fram að úrslitahelginni sem var síðan frestað,“ sagði Bjarki. Ætluðum allavega að hafa gaman að þessu Landsliðsmaðurinn skoraði sex mörk í leiknum gegn Kiel og var markahæstur í liði Lemgo sem vann eins marks sigur, 29-28. Í hálfleik benti ekkert til þess enda var Kiel með sjö marka forskot, 18-11. „Við vorum eiginlega dauðir í hálfleik. Þá held ég að enginn hafi haft trú á þessu, hvorki við né þeir,“ sagði Bjarki. En hvernig var hálfreiksræðan hjá Florian Kehrmann, þjálfara Lemgo? „Við gerðum svolítið mörg mistök í fyrri hálfleik og ætluðum að fækka þeim. Svo töluðum við um að hafa allavega gaman að þessu. Við værum komnir til Hamborgar, loksins með áhorfendur og ætluðum að njóta þess. Svo kom þetta, mark fyrir mark, og það var ótrúlegt að klára þetta,“ sagði Bjarki. Unnu tvo Golíata Öllu minni spenna var í úrslitaleiknum þar sem Lemgo mætti Melsungen, liði landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Bjarki skoraði fjögur mörk í 28-24 sigri Lemgo. „Við vorum með vindinn í bakið eftir leikinn gegn Kiel og maður fann að stemmningin væri okkar megin. Varnarleikurinn var frábær og varamarkvörðurinn okkar kom snemma inn á og lokaði rammanum. Hann var óvænt hetja,“ sagði Bjarki. Leikmenn Lemgo fagna eftir sigurinn ótrúlega á Kiel.getty/Martin Rose Melsungen er ekkert lamb að leika sér við enda með mjög sterkan leikmannahóp og þar á bæ er markið sett hátt. „Á pappírnum eiga þeir að vera betri en við. Þeir eru með landsliðsmann í hverri einustu stöðu og sums staðar tvö. Þeir voru sigurstranglegri og eru með hörkulið. Miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár er stefnan sett á að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Bjarki. Klefapartí og löng rútuferð Þetta var ekki bara fyrsti bikarmeistaratitill Lemgo síðan 2002 heldur fyrsti stóri titill félagsins síðan 2010 þegar það vann EHF-bikarinn. Og því var eðlilega fagnað vel og innilega. „Við héldum gott partí í klefanum og svo var rútuferð heim. Hún tekur venjulega tvo og hálfan til þrjá tíma en ætli hún hafi ekki verið svona fjórir til fjórir og hálfur með stoppum. Við fórum svo á bar þegar við komum til Lemgo og þar var fullt af fólki. Við fögnuðum þessu vel og líka á laugardaginn. Þá hittumst við á veitingastað og þar var sungið og trallað fram eftir degi,“ sagði Bjarki. Lemgo hefur fjórum sinnum orðið þýskur bikarmeistari (1995, 1997, 2002 og 2020).getty/Martin Rose Lemgo-menn fengu þó ekki langa hvíld því á sunnudaginn áttu þeir leik gegn Nordhorn. „Maður var kominn í bedda um miðnætti á laugardaginn og vaknaði svo og undirbjó sig fyrir deildarleik,“ sagði Bjarki. Hann og aðrir lykilmenn Lemgo komu lítið við sögu í leiknum en þrátt fyrir það vann liðið öruggan sigur, 25-32. Lemgo er í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Nálægt gjaldþroti og falli Bjarki segir að bikarmeistaratitilinn hafi mikla þýðingu fyrir félagið og handboltabæinn Lemgo. „Það eru ekki nema þrjú ár síðan félagið bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni. Þeir lentu í fjárhagsvandræðum fyrir nokkrum árum og þurftu að fara í enduruppbyggingu. Þeir hafa náð að snúa þessu við og eru núna orðnir stöðugir,“ sagði Bjarki. „Við erum um miðja deild, ekki í neinni fallbaráttu og frekar nær því að komast í efri hlutann en í hina áttina. Vonandi er þetta hvatning fyrir félagið til að gera enn betur. Við erum með frábært byrjunarlið en það vantar kannski aðeins upp á breiddina.“ Þýski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Þetta hafa verið ágætis dagar. Við spiluðum við Kiel í undanúrslitunum og það er einn rosalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Við vorum sjö mörkum undir í hálfleik gegn Evrópumeisturum Kiel en unnum seinni hálfleikinn með átta mörkum. Eftir það var mikill meðbyr með okkur og í úrslitaleiknum vorum við mjög góðir þannig að þetta voru frábærir dagar í Hamborg,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi. Fimmtán mánuðir milli leikja Um var að ræða bikarhelgina 2020 en henni var frestað í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarkeppnin fyrir tímabilið 2020-21 var aftur á móti felld niður. Lemgo vann B-deildarlið Friesenheim í átta liða úrslitunum, 23-26, í byrjun desember 2019. Undanúrslitaleikurinn gegn Kiel var svo heilum fimmtán mánuðum síðar. Í millitíðinni hafði Kiel orðið þýskur meistari og Evrópumeistari svo verkefni Bjarka og félaga var ærið. Leikmenn Lemgo fagna.getty/Axel Heimken „Við vorum kannski ekki sigurvissir en höfðum trú á að við gætum unnið þá. Grín og ekki grín en þegar það var dregið fórum við að tala um að við yrðum bikarmeistarar. Hvort sem það var sagt í gríni eða alvöru var hamrað á því nánast vikulega fram að úrslitahelginni sem var síðan frestað,“ sagði Bjarki. Ætluðum allavega að hafa gaman að þessu Landsliðsmaðurinn skoraði sex mörk í leiknum gegn Kiel og var markahæstur í liði Lemgo sem vann eins marks sigur, 29-28. Í hálfleik benti ekkert til þess enda var Kiel með sjö marka forskot, 18-11. „Við vorum eiginlega dauðir í hálfleik. Þá held ég að enginn hafi haft trú á þessu, hvorki við né þeir,“ sagði Bjarki. En hvernig var hálfreiksræðan hjá Florian Kehrmann, þjálfara Lemgo? „Við gerðum svolítið mörg mistök í fyrri hálfleik og ætluðum að fækka þeim. Svo töluðum við um að hafa allavega gaman að þessu. Við værum komnir til Hamborgar, loksins með áhorfendur og ætluðum að njóta þess. Svo kom þetta, mark fyrir mark, og það var ótrúlegt að klára þetta,“ sagði Bjarki. Unnu tvo Golíata Öllu minni spenna var í úrslitaleiknum þar sem Lemgo mætti Melsungen, liði landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Bjarki skoraði fjögur mörk í 28-24 sigri Lemgo. „Við vorum með vindinn í bakið eftir leikinn gegn Kiel og maður fann að stemmningin væri okkar megin. Varnarleikurinn var frábær og varamarkvörðurinn okkar kom snemma inn á og lokaði rammanum. Hann var óvænt hetja,“ sagði Bjarki. Leikmenn Lemgo fagna eftir sigurinn ótrúlega á Kiel.getty/Martin Rose Melsungen er ekkert lamb að leika sér við enda með mjög sterkan leikmannahóp og þar á bæ er markið sett hátt. „Á pappírnum eiga þeir að vera betri en við. Þeir eru með landsliðsmann í hverri einustu stöðu og sums staðar tvö. Þeir voru sigurstranglegri og eru með hörkulið. Miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár er stefnan sett á að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Bjarki. Klefapartí og löng rútuferð Þetta var ekki bara fyrsti bikarmeistaratitill Lemgo síðan 2002 heldur fyrsti stóri titill félagsins síðan 2010 þegar það vann EHF-bikarinn. Og því var eðlilega fagnað vel og innilega. „Við héldum gott partí í klefanum og svo var rútuferð heim. Hún tekur venjulega tvo og hálfan til þrjá tíma en ætli hún hafi ekki verið svona fjórir til fjórir og hálfur með stoppum. Við fórum svo á bar þegar við komum til Lemgo og þar var fullt af fólki. Við fögnuðum þessu vel og líka á laugardaginn. Þá hittumst við á veitingastað og þar var sungið og trallað fram eftir degi,“ sagði Bjarki. Lemgo hefur fjórum sinnum orðið þýskur bikarmeistari (1995, 1997, 2002 og 2020).getty/Martin Rose Lemgo-menn fengu þó ekki langa hvíld því á sunnudaginn áttu þeir leik gegn Nordhorn. „Maður var kominn í bedda um miðnætti á laugardaginn og vaknaði svo og undirbjó sig fyrir deildarleik,“ sagði Bjarki. Hann og aðrir lykilmenn Lemgo komu lítið við sögu í leiknum en þrátt fyrir það vann liðið öruggan sigur, 25-32. Lemgo er í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Nálægt gjaldþroti og falli Bjarki segir að bikarmeistaratitilinn hafi mikla þýðingu fyrir félagið og handboltabæinn Lemgo. „Það eru ekki nema þrjú ár síðan félagið bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni. Þeir lentu í fjárhagsvandræðum fyrir nokkrum árum og þurftu að fara í enduruppbyggingu. Þeir hafa náð að snúa þessu við og eru núna orðnir stöðugir,“ sagði Bjarki. „Við erum um miðja deild, ekki í neinni fallbaráttu og frekar nær því að komast í efri hlutann en í hina áttina. Vonandi er þetta hvatning fyrir félagið til að gera enn betur. Við erum með frábært byrjunarlið en það vantar kannski aðeins upp á breiddina.“
Þýski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira