Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 14:57 Nátthagi er nú hálfþakinn hrauni. Vísir/Vilhelm Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. „Við erum að búa okkur undir það að ferðafólki frá útlöndum fjölgi og við erum að vinna markvisst að því að laga stígana og hafa þetta sem þægilegast og öruggast,“ segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við fréttastofu. Hann hvetur alla til að vera vel búnir þegar þeir koma að gosstöðvunum. Úrkoma síðustu daga hafi bleytt vel upp í jarðveginum á svæðinu og hætta sé á að fólk renni til og slasi sig. Fólk er hvatt til þess að vera vel útbúið þegar það leggur að gosstöðvunum.Vísir/RAX Stórkostlegar myndir „Það er gott að vera með grímur með sér en það er langmikilvægast að fólk sé í góðum skóbúnaði. Það virðist aðalmálið, að fólk sé vel græjað fyrir rigninguna. Það hefur verið mjög blautt hérna síðustu daga, fólk illa skóað og einhverjir hafa runnið til og snúið eða jafnvel brotið ökkla,“ segir Otti. Ljósmyndarar Vísis, Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson, voru á svæðinu um helgina og náðu stórkostlegum myndum af hraunstreyminu niður í Nátthaga og fleiru. Hraunið var ekki minna mikilfenglegt í dagsbirtunni.Vísir/RAX Nýja hraunið aðlagast náttúrunni sem fyrir er og breytir henni til framtíðar.Vísir/RAX Hraunið fellur niður hlíðar og breiðir úr sér á stóru svæði.Vísir/Vilhelm Hraunið rann niður í Nátthaga, yfir vestari varnargarðinn, á laugardag.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48 Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
„Við erum að búa okkur undir það að ferðafólki frá útlöndum fjölgi og við erum að vinna markvisst að því að laga stígana og hafa þetta sem þægilegast og öruggast,“ segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við fréttastofu. Hann hvetur alla til að vera vel búnir þegar þeir koma að gosstöðvunum. Úrkoma síðustu daga hafi bleytt vel upp í jarðveginum á svæðinu og hætta sé á að fólk renni til og slasi sig. Fólk er hvatt til þess að vera vel útbúið þegar það leggur að gosstöðvunum.Vísir/RAX Stórkostlegar myndir „Það er gott að vera með grímur með sér en það er langmikilvægast að fólk sé í góðum skóbúnaði. Það virðist aðalmálið, að fólk sé vel græjað fyrir rigninguna. Það hefur verið mjög blautt hérna síðustu daga, fólk illa skóað og einhverjir hafa runnið til og snúið eða jafnvel brotið ökkla,“ segir Otti. Ljósmyndarar Vísis, Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson, voru á svæðinu um helgina og náðu stórkostlegum myndum af hraunstreyminu niður í Nátthaga og fleiru. Hraunið var ekki minna mikilfenglegt í dagsbirtunni.Vísir/RAX Nýja hraunið aðlagast náttúrunni sem fyrir er og breytir henni til framtíðar.Vísir/RAX Hraunið fellur niður hlíðar og breiðir úr sér á stóru svæði.Vísir/Vilhelm Hraunið rann niður í Nátthaga, yfir vestari varnargarðinn, á laugardag.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48 Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00
Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48
Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17