Var nálægt gjaldþroti en gafst ekki upp Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 08:30 Samsett „Ég er ótrúlega mikið ég sjálf og ég er búin að læra að meta það hvað það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Gerður Arinbjarnar, frumkvöðull og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush. „Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
„Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
„Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00