Anníe Mist sendi sautján ára vonarstjörnu CrossFit smá skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er orðin spennt fyrir því að keppa í undanúrslitamóti heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það styttist í það að Anníe Mist Þórisdóttir fái að keppa um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust en það eykur spenninginn hjá henni að horfa upp á fólk vinna sér inn farseðlana sína á heimsmeistaramótið í ár. Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira