Anníe Mist sendi sautján ára vonarstjörnu CrossFit smá skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er orðin spennt fyrir því að keppa í undanúrslitamóti heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það styttist í það að Anníe Mist Þórisdóttir fái að keppa um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust en það eykur spenninginn hjá henni að horfa upp á fólk vinna sér inn farseðlana sína á heimsmeistaramótið í ár. Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira