Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:51 Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira