Innlent

Vill rann­sókn á and­láti eigin­konu sinnar sem lést degi eftir bólu­setningu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar.
Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV

Fjöl­skylda konu sem lést sólar­hring eftir að hún var bólu­sett með AstraZene­ca vill að rann­sókn fari fram á því hvort and­látið hafi verið bólu­efninu að kenna.

Trausti Leós­son, ekkill konunnar, sagði í kvöld­fréttum RÚV að sú at­burða­rás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólu­setningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikil­vægt að komist verði að því hvort hægt sé bein­línis að kenna bólu­efninu um.

Varð veik eftir sprautuna

Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árna­dóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólu­setningu með AstraZene­ca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólu­setningu þá sagði hún: Ég náttúru­lega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bólu­efni þá er voða leiðin­legt að vera sá eini,“ sagði Trausti.

Eftir sprautuna fékk Þyri bein­verki, missti matar­lyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og á­kvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni með­vitundar­lausri í bað­karinu.

„Sér­fræði­læknar, hjarta­læknar og allir mögu­legir reyndu endur­lífgun í tvo klukku­tíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“

Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu.

Áfellist ekki stjórnvöld

Ef rann­sókn leiðir í ljós að dauðs­fallið var bólu­efninu að kenna vill fjöl­skyldan að það verði gert opin­bert svo fólk geti af­þakkað bólu­setningu ef það vill. „Sú at­burða­rás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bólu­efnið hefði sett í gang eitt­hvert ferli en hvort það er hægt að kenna því bein­línis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti.

Spurður hvort hann á­fellist stjórn­völd sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bólu­efni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“

Þyri Kap var vin­sæll dönsku­kennari, síðast í Mennta­skólanum í Reykja­vík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×