Axel og Berglind sigruðu á Hólmsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 23:31 Berglind kom sá og sigraði. GSÍ Axel Bóasson og Berglind Björnsdóttir sigruðu Leirumótið sem haldið var um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbu Suðurnesja. Í kvennaflokki sigraði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún spilaði jafnt golf alla þrjá hringina og sigraði með yfirburðum. Hún spilaði hringina þrjá á 219 höggum eða þremur yfir pari (74-73-72). Í öðru sæti var Saga Traustadóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún spilaði hringina þrjá á 227 höggum eða 11 yfir pari (78-77-72). Í þriðja sæti var svo Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 233 höggum eða 17 yfir pari (76-79-78). Sigurvegarar í kvennaflokki.Golfklúbbur Suðurnesja Í karlaflokki sigraði Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili af miklu öryggi. Hann spilaði frábært golf alla dagana við erfiðar aðstæður. Hann spilaði hringina þrjá á 205 höggum eða 11 höggum undir pari (66-70-68). Í öðru sæti var Andri Már Óskarsson á 211 höggum eða 5 höggum undir pari (69-70-72). Mikil barátta var um þriðja sætið sem endaði þannig að þrír kylfingar deildu með sér þriðja sætinu á 215 höggum eða 1 undir pari. Það voru Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis (70-77-68), Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili (75-69-71 og Ingi Þór Ólafsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (70-74-71). Sigurvegarar í karlaflokki.Golfklúbbur Suðurnesja Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í kvennaflokki sigraði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún spilaði jafnt golf alla þrjá hringina og sigraði með yfirburðum. Hún spilaði hringina þrjá á 219 höggum eða þremur yfir pari (74-73-72). Í öðru sæti var Saga Traustadóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún spilaði hringina þrjá á 227 höggum eða 11 yfir pari (78-77-72). Í þriðja sæti var svo Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 233 höggum eða 17 yfir pari (76-79-78). Sigurvegarar í kvennaflokki.Golfklúbbur Suðurnesja Í karlaflokki sigraði Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili af miklu öryggi. Hann spilaði frábært golf alla dagana við erfiðar aðstæður. Hann spilaði hringina þrjá á 205 höggum eða 11 höggum undir pari (66-70-68). Í öðru sæti var Andri Már Óskarsson á 211 höggum eða 5 höggum undir pari (69-70-72). Mikil barátta var um þriðja sætið sem endaði þannig að þrír kylfingar deildu með sér þriðja sætinu á 215 höggum eða 1 undir pari. Það voru Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis (70-77-68), Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili (75-69-71 og Ingi Þór Ólafsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (70-74-71). Sigurvegarar í karlaflokki.Golfklúbbur Suðurnesja
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira