Tuchel stefnir á að losa sig við 14 leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2021 09:00 Mögulega var Tuchel hér að átta sig á að hann þyrfti að selja fjölda leikmanna í sumar. EPA-EFE/Ben Stansall Thomas Tuchel, þjálfari Evrópumeistara Chelsea, ætlar heldur betur að taka til í leikmannahópi liðsins sem er einkar fjölmennur. Alls eru 14 leikmenn sem hann stefnir á að selja í sumar samkvæmt Sky Sports. Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira