Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2021 18:17 Mynd af konunni á sjúkrahúsi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra. Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03