Útlit fyrir líflegt ferðasumar Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 12:02 Um þriðjungur Íslendinga ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka á ferðalögum sínum í sumar samkvæmt könnuninni. Vísir/Vilhelm Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu. Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira