Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 11:10 Frá vinstri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Í bakgrunni eru ánægðir iðnnemar. Veitur Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira