Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:53 Minnisvarði með nöfnum þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu við Anfield Road. Vísir/EPA Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu. Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu.
Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira