Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:12 Svetlana Tsikhnouskaja er einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem hafa hrökklast í sjálfskipaða útlegð undan ofríiki stjórnar Lúkajsenka. Vísir/EPA Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi. Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira