Lögðu ekki nóg á sig við að ná í sprengjumanninn í Nashville Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 21:50 Anthony Warner var 63 ára gamall. FBI Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefði átt að gera meira til að ná sambandi við Anthony Q. Warner eftir að tilkynning barst árið 2019 um að hann væri að smíða sprengjur. Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville í desember í fyrra. Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína. Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Sjá meira
Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Sjá meira
Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30