Erlent

Minnst hundrað hafa yfir­gefið heimili sín vegna gróður­bruna í Noregi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eldarnir brenna nærri byggð og hefur minnst eitt hús orðið þeim að bráð.
Eldarnir brenna nærri byggð og hefur minnst eitt hús orðið þeim að bráð. EPA-EFE/Tor Erik Schroder

Minnst hundrað hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Kårtveit í Øygarden í Noregi. Eitt hús hefur orðið eldinum að bráð og nokkur hús eru í hættu á að brenna. Slökkviliðið er nú að vinna í því að koma fjögur hundruð íbúum í Kårtveit af heimilum sínum og í öruggt skjól.

Eldurinn kviknaði í morgun og hafa fimm þyrlur verið kallaðar út til þess að aðstoða við slökkvistarf. Minnst hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn sem hefur breitt talsvert úr sér.

Ronald Drotningsvik, slökkviliðsstjóri í Kårtveit, segir að þeir geri ráð fyrir að þurfa að verja nóttinni í slökkvistarf og jafnvel morgundeginum. Mjög þurrt er á svæðinu og erfitt hefur reynst að ná tökum á eldinum en ekki hefur rignt í marga daga í Øygarden.

Þykkan reykjarmökk leggur frá eldinum og segir Drotningsvik að þyrluáhafnirnar eigi í erfiðeikum með slökkvistarf þar sem vart sjáist í eldtungurnar vegna reyksins. Þá er talsvert rok á staðnum og að sögn Drogningsvik færist eldurinn um fimm til sex metra á hverri sekúndu.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá brunanum hér: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×