Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 12:34 Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira