Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 12:33 Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest. aðsend Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira