Segir hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:01 Það er mikil pressa á Seiko Hashimoto þessa dagana en hún er hundrað prósent viss um að ÓL 2020 fari fram í Tókýó í sumar. AP/Koji Sasahara Forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó hefur fullvissað heiminn um það að leikarnir munu fara fram í sumar þrátt fyrir erfiða stöðu í kórónufaraldrinum í Japan. Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira